AMF005F Kennsla íslensku sem annars máls: Málfræði og framburður

Námsform:
Staðnám .
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið er hagnýtt námskeið þar sem sjónum verður beint að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna. Farið verður yfir færniþættina fjóra þ.e. lestur, ritun, tal og skilning á mæltu máli og nemendum leiðbeint varðandi kennslu, verkefnagerð, námsmat og þjálfun þessara þátta í íslensku sem öðru máli. Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir meginþætti hljóð- og beygingakerfis íslensku. Hugað verður að því hvernig heppilegast sé að kenna málfræði, þ.e. hvað eigi að kenna, hvernig og hvenær. Litið verður á hvernig kenna megi málfræði, beint og óbeint, í tengslum við færniþættina fjóra. Framburðarkennsla verður skoðuð með hliðsjón af hljóðfræði. Orðaforði íslenskunnar hefur sín sérkenni. Í námskeiðinu verður farið í uppbyggingu íslensks orðaforða og orðmyndun. Litið verður á hvernig kenna megi orðaforða í lestri og ritun á mismunandi getustigum og hugað að hlutverki bókmennta og menningarlæsis í kennslu íslensku sem annars máls.

Hæfniviðmið:

Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að vera undirbúnir fyrir kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna; þekkja aðferðir, námsefni og verkefnagerð í íslensku sem öðru máli; kunna hvernig megi þjálfa og meta mismunandi færniþætti málsins; hafa yfirsýn yfir beygingakerfi, hljóðkerfi og uppbyggingu orðaforða í íslensku; þekkja mismunandi aðferðir við kennslu málfræði; framburðar og orðaforða; átta sig á mismunandi þörfum ólíkra hópa og einstaklinga.

Umsjón:
Kennari
María Anna Garðarsdóttir
Aðjunkt
 Nánar

Kennari
Sigríður D Þorvaldsdóttir
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  AMF008F Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum eða AMF001F Rannsóknaraðferðir í annarsmálsfræðum
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: