Fötlunarfræði, MA, 120 einingar

Aðgangskröfur:

BA-, BS-, BEd-próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt próf.

Tilhögun náms:
Fullt nám
Fjarnámsleið
Námskröfur:

Unnt er að velja á milli tveggja kjörsviða:

1. Meistaranám í fötlunarfræði: Ljúka þarf 120 einingum. Námið skiptist í eftirfarandi hluta: Skyldunámskeið í fötlunarfræði 34 einingar, aðferðafræði rannsókna 10-20 einingar, MA ritgerð 30-60 einingar og valnámskeið allt að 46 einingar og þau eru tekin í samráði við leiðbeinanda. 

2. Fötlunarfræði og opinber stjórnsýsla: Ljúka þarf 120 einingum. Námið skiptist í eftirfarandi hluta, skyldunámskeið í fötlunarfræði 34 einingar, skyldunámskeið í opinberri stjórnsýslu 24 einingar, bundið val í opinberri stjórnsýslu 6 einingar, aðferðafræði 16 einingar, valnámskeið 10 einingar og MA ritgerð 30 einingar.

Hæfniviðmið:
Skoða
Aðgangur að frekara námi:
Námið veitir aðgang að doktorsnámi.
Starfsréttindi (ef við á):
Á ekki við.
Frekari upplýsingar um námsleiðina:

Fötlunarfræði er þverfagleg fræðigrein sem leggur áherslu á félagslegan skilning á fötlun og þátt menningar og umhverfis í að skapa, móta og viðhalda fötlun. Undirstaða fötlunarfræða er gagnrýnin nálgun á öll málefni sem tengjast fötluðu fólki bæði í fortíð og samtíð. Markmið námsins er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fatlað fólk og stöðu þess. Nám í fötlunarfræði er þverfaglegt og nemendur koma m.a. af sviðum félags-, hug- mennta- og heilbrigðisvísinda. Áhersla er lögð á að nemendur geti fléttað viðfangsefni fötlunarfræðinnar við sín áhugasvið. Námsbraut í fötlunarfræðum er rekin í öflugu alþjóðlegu samstarfi og nemendur eiga möguleika á að taka hluta námsins erlendis. Náið samstarf er við Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum en þar er unnið að fjölmörgum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum. 

Nám í fötlunarfræði er kennt í fjarnámi/netnámi. Fyrirlestrar eru fluttir í beinu streymi og hljóðritaðir og vistaðir á heimasvæði námskeiðs strax að þeim loknum. Kennarar setja kennsluáætlun, leslista, glærur og annað efni inn á heimasvæði hvers námskeiðs. Nemendur geta því hvort heldur sem er mætt á fyrirlestra í rauntíma eða af hlustað á upptökur síðar.

Viðfangsefni hverrar vikur er til umræðu í umræðutímum og á umræðuþráðum. Virk þátttaka nemenda skiptir miklu máli. 

Námsmat og fyrningarreglur námsbrautar:

Námsbraut setur sér eftirfarandi reglur varðandi námsmat og mat á eldra námi í fötlunarfræði. Samþykkt á námsbrautarfundi 4. maí og milli funda í tölvupósti dags. 19. maí 2015. Staðfest á fundi deildarráðs 22. maí 2015.

Námsmat: 

Námsmat í námskeiðum námsbrautar byggir að jafnaði á verkefnum, og heimaprófum. Til að standast námskeið þurfa nemendur að ná lágmarkseinkunninni 5 í hverjum þætti námsmats.

Fyrningarreglur:

Miðað er við 6 ára fyrningarreglu á einstökum námskeiðum námsbrautar með einkunn undir 6,0.
Miðað er við 8 ára fyrningarreglu á einstökum námskeiðum námsbrautar með einkunn undir 7,5.
Námskeið sem eru 10 ára og eldra er fyrnd.