Í lok hvers kennslumisseris fer fram rafræn könnun á kennslu og námskeiðum á vegum kennslumálanefndar háskólaráðs og kennslusviðs Háskólans. Kennslusvið annast gangsetningu kennslukannana í samráði við upplýsingatæknisvið. Unnið er úr niðurstöðum kannana með rafrænum hætti, sem tryggir að niðurstöður liggja mjög fljótt fyrir. Góð þátttaka stúdenta í kennslukönnunum er mikilvæg til að tryggja marktækar niðurstöður.

Auk kennslukönnunar í lok kennslumisseris er á miðju misseri gerð styttri könnun, miðmisseriskönnun, til að gera kennurum kleift að bregðast tafarlaust við hugsanlegum athugasemdum nemenda.

Tilgangur kennslukannana er að bæta kennslu og nám við Háskólann. Sjá nánar verklagsreglur um kennslukönnun (.pdf). Sjá einnig nánari upplýsingar um kennslukönnun í Uglu.

 Sama síða á öðrum árum