Haldið er inntökupróf við Læknadeild í júní og fjöldi þeirra sem öðlast rétt til að hefja grunnnám í læknisfræði (BS) og sjúkraþjálfunarfræðum (BS) á haustmisseri er takmarkaður. Sjá nánar sérstaka auglýsingu um inntökuprófið sem birtast mun í fjölmiðlum í byrjun maí og einnig upplýsingar á vef Læknadeildar

Nemendur sem hyggja á nám í tannlæknisfræði (cand. odont.) þurfa að þreyta inntökupróf í júní og munu að hámarki 40 nemendur öðlast rétt til að hefja nám á haustmisseri. Sjá nánar sérstaka auglýsingu um innitökuprófið sem birtast mun í fjölmiðlum í byrjun maí og einnig upplýsingar á vef Tannlæknadeildar.

Í hjúkrunarfræði (BS), tannlæknisfræði (cand. odont.) og tannsmíði (BS) eru samkeppnispróf við lok haustmisseris í desember og fjöldi þeirra sem öðlast rétt til að halda áfram námi takmarkaður.

Í geislafræði (BS) er samkeppnispróf haldið í lok vormisseris 1. námsárs.

Fyrir háskólarárið 2024–2025 gilda eftirtaldar takmarkanir á fjölda nýnema. Tölur í sviga sýna fjölda nýnema háskólaárið 2023–2024. Ef skástrik er á milli talna, þá táknar fyrri talan hámarksfjölda og seinni talan lágmarksfjölda:

Heilbrigðisvísindasvið

Læknadeild
Læknisfræði, BS: 75 (60)
Sjúkraþjálfunarfræði, BS: 35 (35)
Sjúkraþjálfun, MS: 35 (35)

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild 
Hjúkrunarfræði, BS: 120 (120)
Hjúkrunarfræði, BS, nemendur með annað háskólapróf: 10  (20/15)
Ljósmóðurfræði til starfsréttinda, MS: 14/8 (14)
Geðhjúkrun, MS [tekið inn annað hvert ár]: 15/12 (0)
Viðbótardiplómanám í skurðhjúkrun [tekið inn annað hvert ár]: 17/10 (0)
Viðbótardiplómanám í svæf.hjúkrun  [tekið inn annað hvert ár]: 15/10 (0)                                                  

Tannlæknadeild 
Tannlæknisfræði, kandídatsnám, vormisseri 1. námsárs: 8 (8)
Tannsmiðanám, BS, vormisseri, 1. námsárs: 5 (5)

Sálfræðideild
Hagnýt sálfræði MS, klínísk (áður cand. psych.): 20 (20)
Hagnýt sálfræði MS, megindleg sálfr. og samfélagsleg sálfr.: 15 (15)

Lyfjafræðideild
Klínísk lyfjafræði, MS: (4)

Matvæla- og næringarfræðideild
Klínísk næringarfræði, MS: (4)

Félagsvísindasvið

Félagsfræði, mannfræði og þjóðfræðideild
Náms- og starfsráðgjöf, MA: 40 (40)

Félagsráðgjafardeild
Félagsráðgjöf til starfsréttinda, MA: 60 (40, allt að 60)

Stjórnmálafræðideild
Blaðamennska, BA: 20 

Hugvísindasvið

Íslensku- og menningardeild
Ritlist, MA: 15 (18)

Þverfræðilegt framhaldsnám í samvinnu fræðasviða/deilda

Hagnýt atferlisgreining, MS, M.Ed. eða viðbótardiplóma: 20 (20)
Talmeinafræði, MS [tekið inn annað hvert ár] 16 (0)

Fyrirvari er gerður um mögulega fjöldatakmörkun í fleiri greinum.

Sjá nánar Reglur um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.

 Sama síða á öðrum árum