Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn (Þjóðarbókhlaðan)
Nemar við Háskóla Íslands fá bókasafnsskírteini í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni án endurgjalds. Á safninu er hægt að fá bækur að láni, nota námsbókasafn, hlusta á hljóðrit og hljómdiska, horfa á myndbönd og  nálgast íslensk og erlend tímarit. Safnið hefur umsjón með aðgangi að rafrænum gagnasöfnum, ýmist í opnum aðgangi, landsaðgangi eða séráskrift safnsins og HÍ. Margvísleg þjónusta önnur er í boði á safninu, sniðin að fjölbreyttum hópi notenda.

Útibú - handbókasöfn
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn rekur nokkur útibú á háskólasvæðinu. Útibúin eru fyrst og fremst handbókasöfn og bókakostur þar ekki til útláns. Bókavarsla er einungis í einu útibúi, í Lögbergi. Þar er lestraraðstaða og sérhæfður bókakostur til notkunar á staðnum.

Bókasafn Menntavísindasviðs
Bókasafn Menntavísindasviðs
(við Stakkahlíð) er sérfræðisafn á sviði uppeldis, kennslu, umönnunar og þjálfunar. Safnið býður alla hefðbundna bókasafnsþjónustu svo sem útlán, millisafnalán, upplýsingaþjónustu, notendafræðslu, aðstoð við heimildaleit og lesaðstöðu fyrir nemendur. Náið samstarf er við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Bóksala stúdenta
Bóksala stúdenta selur námsbækur, ritföng, bækur, blöð og vörur merktar HÍ. Á vef Bóksölunnar geta nemendur fundið bókalista fyrir flest námskeið sem í boði eru við Háskóla Íslands og pantað bækur á vefnum.

 Sama síða á öðrum árum