Menntasjóður
Stúdentar geta sótt um framfærslulán meðan á námi stendur til Menntasjóðs námsmanna.

Aðstoðarmannasjóður
Kennarar sem vilja ráða stúdenta sem aðstoðarmenn eða til ákveðinna verkefna geta sótt um styrk í aðstoðarmannasjóð. Á þennan hátt geta stúdentar fengið vinnu sem oft er nátengd náminu.

Framfærslukostnaður
Á vef Menntasjóðs námsmanna er að finna upplýsingar um grunnframfærslu, framfærslu námsmanns og áhrif tekna á námslán, m.a. í úthlutunarreglum sjóðsins.

Einnig má finna upplýsingar um þetta efni á vef Umboðsmanns skuldara, undir tenglinum Framfærsluviðmið. Athuga ber þó að í tölum umboðsmanns er ekki gert ráð fyrir ýmsum föstum útgjaldaliðum s.s. fasteignagjöldum, dagvistunargjöldum og tryggingum og að tölurnar miðast við nauðþurftir.

 Sama síða á öðrum árum