Byggingar HÍ
Byggingar á háskólasvæðinu eru opnar á mismunandi tímum. Nemendur HÍ geta sótt um rafrænt stúdentakort sem veitir aukinn aðgang að tilteknum byggingum. Sótt er um slíkt kort í Uglu, undir „Uglan mín“ - „Stúdentakort“. Stúdentakortið getur virkað sem rafrænt aðgangskort, auk þess að vera afsláttar- og auðkenniskort stúdenta. Nemendur Háskóla Íslands fá afsláttar- og auðkenniskortið sér að kostnaðarlausu en rafrænt aðgangskort kostar kr. 1.500 (kr. 1.000 fást endurgreiddar þegar handhafi skilar korti).

Tölvuver
Upplýsingatæknisvið HÍ rekur tölvuver á háskólasvæðinu.

Lesrými
Í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, eru um 430 sæti við borð, auk fjölmargra sæta við tölvur, lesvélar og í tón- og mynddeild. Auk þess eru hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð. Sjá einnig nánari upplýsingar um þjónustu bókasafnsins.

Á bókasafni Menntavísindasviðs í Stakkahlíð (Hamri) eru bæði lesrými og sæti við tölvur.

Í Gimli eru lesrými á 1. hæð. Á Háskólatorgi er lessalur á 2. hæð, sömu hæð og þjónustuborð og Háma.

Sjá einnig upplýsingar um lesrými og tölvuver á Háskólavefnum.

 Sama síða á öðrum árum