Námsráðgjöf og sjálfsnám

Námsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) veitir nemendum HÍ, og þeim sem íhuga nám við skólann, ráðgjöf og stuðning sem stuðlar að árangri og vellíðan í námi og starfi. Náms- og starfsráðgjöf ber einnig ábyrgð á stuðningskerfi fatlaðra nemenda við HÍ. Námsráðgjöf er til húsa á 3. hæð í Háskólatorgi.

Tungumálamiðstöð
Í Tungumálamiðstöð er aðstaða til sjálfsnáms í tungumálum. Þar hafa nemendur, kennarar og starfsfólk HÍ aðgang að fjölbreyttu úrvali námsgagna og nútíma upplýsingatækni til tungumálanáms.

 Sama síða á öðrum árum