Verkefnastjórar doktorsnáms: Steingerður Ólafsdóttir  (steingeo@hi.is) og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir (ssj@hi.is).

Formaður doktorsnámsnefndar: Annadís G. Rúdólfsdóttir (annadis@hi.is).

Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir. Í boði eru tvær námsleiðir:

Menntavísindi, Ph.D., 180-240 e (tímaritsgreinar eða ritgerð)
Menntavísindi, Ed.D., 180 e

Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis, tómstundastarfs og menntunar.

Doktorsnám við Menntavísindasvið byggist á eftirfarandi þáttum:

  • Námskeiðum í aðferðafræði.
  • Öðrum námskeiðum til dýpkunar á því sérsviði sem neminn fjallar um. Þau námskeið eru valin í samráði við leiðbeinendur.
  • Námsdvöl við erlendan háskóla eða formlegt samstarf við erlenda vísindamenn.
  • Virkri þátttöku í fræðasamfélaginu, m.a. á málstofum fyrir doktorsnema.
  • Doktorsverkefni.

Skipan doktorsnáms og ráðning leiðbeinenda við vinnslu doktorsverkefna er ákveðin af umsjónarmanni doktorsnáms í samráði við doktorsnámsnefnd.

Sjá frekari upplýsingar um doktorsnám.

 Sama síða á öðrum árum