Stoðþjónusta og skrifstofur Menntavísindasviðs

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Á kennsluskrifstofu er verkefnisstjórn fyrir deildir Menntavísindasviðs, vettvangsnám og umsjón með meistaraverkefnum. Þar er haldið utan um námsferla nemenda og unnið að kennsluskrá, inntökumálum, stundatöflugerð, stofubókunum, brautskráningu og fleiru fyrir sviðið. Kennsluskrifstofa sinnir einnig allri almennri þjónustu við nemendur, kennara og deildir. Kennsluskrifstofa er á fyrstu hæð í Enni, Stakkahlíð.

Bókasafn Menntavísindasviðs
Bóksafn Menntavísindasviðs veitir þjónustu sem styður við nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu. Í safninu er aðgangur að sérfræði- og kennslugagnasafni, en þar vega þyngst innlend og erlend fræðirit, kennslubækur og handbækur. Einnig er veittur aðgangur að margvíslegu rafrænu efni, svo sem gagnasöfnum, rafrænum tímaritum og bókum. Boðið er upp á fræðslu í bókasafns- og upplýsingalæsi auk kynninga og kennslu í notkun einstakra gagnasafna og heimildaskráningarforrita. Fræðslufundir og námskeið eru oft skipulögð í samvinnu við ritver. Í safninu er góð vinnu- og lesaðstaða og auk þess er aðstaða til hópvinnu víðsvegar í húsnæði Menntavísindasviðs. Bókasafnið er til húsa í Hamri í Stakkahlíð. 

Menntasmiðja
Tölvuþjónusta á Menntavísindasviði er veitt í Menntasmiðju (smiðju) á fyrstu hæð í Hamri, Stakkahlíð. 

Ritver HÍ
Í ritverinu í bókasafni Menntavísindasviðs geta stúdentar leitað ráða um ritsmíðar sínar, smáar og stórar, og fengið þær ræddar. Unnt er að panta viðtal eða umræðufund á viðtalsfundasíðunni. Ritverið skipuleggur fræðslufundi og námskeið um ýmsa þætti fræðilegra skrifa. Starfsemi ritvers er hluti af stoðþjónustu skólans við þá stúdenta sem vinna að lokaverkefnum. Ritverið er til húsa í bókasafni Menntavísindasviðs. 

Almenn skrifstofa Menntavísindasviðs
Á skrifstofu Menntavísindasviðs er tekið við erindum til forseta og rekstrarstjóra sviðsins og þar er miðstöð kynningarmála, fjármála og starfsmannamála á sviðinu. Skrifstofan er til húsa í Múla, Stakkahlíð. 

Menntavísindastofnun
Meginhlutverk Menntavísindastofnunar er að efla rannsóknir og rannsóknaumhverfi, stuðla að sýnileika rannsókna og vinna að starfsþróun á vettvangi menntamála. 

 

 Sama síða á öðrum árum