Þverfræðilegt framhaldsnám

Þverfræðilegt framhaldsnám hefur þá sérstöðu að það heyrir ekki faglega undir eina tiltekna deild, þar sem nokkrar eða margar deildir skólans eiga venjulega aðild að náminu. Fagleg ábyrgð á þverfræðilegu námi er þess vegna í höndum sérstakrar námsstjórnar, sem skipuð er fulltrúum þeirra deilda eða fræðasviða sem að náminu koma. Hér er hægt að kalla fram upplýsingar um þær námsleiðir í framhaldsnámi sem skilgreindar eru sem þverfræðilegar.

 Sama síða á öðrum árum