Meistaranám í talmeinafræði er þverfræðilegt nám, skipulagt sameiginlega af Menntavísindasviði, Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði og Læknadeild og Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði. 

Námið miðar að því að veita vísindalega menntun og þjálfun í talmeinafræði og búa nemendur undir störf talmeinafræðinga og vísindastörf sem tengjast greininni. Með náminu skal koma til móts við þarfir samfélagsins um rannsóknir, þjónustu og stefnumótun sem tengist talmeinafræði og efla þekkingu á því sviði.

Meistaranám í talmeinafræði er vistað í Læknadeild og brautskrást nemendur þaðan. Læknadeild annast einnig almenna umsýslu námsins, s.s. upplýsingagjöf til nemenda, tilkynningar, frágang kennsluskrár og slík atriði.

 

 Sama síða á öðrum árum